Sammála sammala.is

Benedikt Jóhannesson og fleiri mætir menn hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun á vefnum www.sammala.is. Þar segir m.a:

"Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru. Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi."

Ég hef verið Evrópusinni frá því ég kom heim úr námi frá Hamborg 1995. Áður en ég fór utan var ég, eins og flestir Íslendingar þá, andvígur inngöngu í EU. Ég trúði því að við gætum staðið ein og óstudd utan bandalagsins rétt eins og Norðmenn, og reyndar fleiri lönd á þessum tíma. Þetta hefur allt breyst rétt eins og Evrópusambandið sjálft.

Margir litu á EES samninginn, sem EFTA-löndin gerðu við Evrópusambandið, sem undirbúning Eftaríkjanna undir fulla aðild að EU. Þetta hefur komið á daginn, og öll EFTA-ríkin (utan Noregs, Íslands Lichtenstein og Sviss) hafa gengið í EU síðan. Til upprifjunar eru þau: Austurríki, Bretland, Danmörk, Portúgal, Svíþjóð og Finnland.

Þann 25. mars 2001 gerðist Ísland þátttakandi í Schengen samstarfinu ásamt fjórtán öðrum Evrópuríkjum. "Kjarni Schengen-samstarfsins er annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi" eins og segir á vef Utanríkisráðuneytisins. Samstarfið er mjög náið og þykir hafa reynst okkur Íslendingum vel.

Nú er kominn tími fyrir Ísland að gerast stoltur fulltrúi norður Atlandshafssvæðisins í Evrópusambandinu. Þar verður okkur vel borgið á meðal vina- og frændþjóða.

Kíkið á www.sammala.is og skráið ykkur, ef þið eruð sammála!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband