Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Fyrirvarinn er til staðar.

Forsætisráðherra gerði ágæta grein fyrir Icesave samkomulaginu í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Þar kemur fram að fyrirvari er gerður um greiðslugetu Íslendinga, ef eignir Landsbankans þróast á versta veg. Þá ber aðilum að setjast niður og semja að nýju. Nú er þetta mál frá í bili og kominn tími til að snúa sér í næsta stóra máli, sem er uppbygging atvinnulífsins.

Icesave-samningurinn

Samningurinn hlýtur að innihalda einhverskonar uppsagnar- og öryggisákvæði (fyrirvara) sem tengist verðþróun Icesave-eigna Landsbankans erlendis næstu 15 árin. Það getur bara ekki annað verið. Ef krónan styrkist ekki verulega á næstu mánuðum (30-50%) og ef landsframleiðslan eykst ekki um sem nemur a.m.k. vöxtunum af láninu árlega, þá er þetta vonlaust verk að tala um.

Ég þykist vera sæmilega töluglöggur maður en geri mér samt litla grein fyrir þeim gríðarlegu fjárhæðum sem hér er um að tefla. Prófið að skrifa töluna 630 milljarðar inn í venjulega reiknivél. Það gengur ekki. Glugginn er ekki nógu langur. Talan er 64 og tíu núll! Skilur einhver þannig tölu til fulls? Fjárhæðin jafngildir um fimm til sex Kárahnjúkavirkjunum, eitthundrað Hvalfjarðargöngum og skuldum um 25.000 heimila, sem hvert um sig skuldar um 25 milljónir króna!

Ég trúi ekki öðru en að Mæðradagsstjórnin mun sýna Alþingi fram á, að í samningnum sé til staðar sé staðar öryggisventill sem tekur mið af verðþróun Icesave eignanna. Ef ekki, þá er veruleg hætta á að Ísland glati sjálfstæði sínu ef við samþykkjum samninginn eins og sagt er frá honum í Morgunblaðinu.

Ég er líka sammála Halldóri Jónssyni, gamla verkfræðingnum, sem einnig bloggar um málið í dag undir tiltlinum "af hverju að borga Brown núna?". Við ættum að bíða aðeins og reyna dómstólaleiðina. Af fréttum af dæma eru ríkisstjórnir Bretlands og Hollands hvort eð er búnar að greiða innstæðueigendum Icesave-ævintýrsins og það er komið sumar :).

6.6.2009 kl. 14:52


Verðbólgan er vandinn

Vandinn liggur fyrst og fremst í allt of veikum gjaldmiðli og mikilli verðbólgu. Fyrst þarf að ná tökum á þessu tvennu. Lækkun stýrivaxta niður fyrir síðustu verðbólgumælingu (um 12%) myndi auka verðbólguna. Það má ekki gerast. Verðbólgan er höfuðvandinn, sem við verðum að ná tökum á áður en vextirnir verða lækkaðir frekar. Ef við gerum þetta í öfugri röð er voðinn vís.

Verðbólga, vextir og gengi eru eins og þríburar (peningahagfræði fyrir byrjendur).

Nauðsynlegt er að nafnvextir séu hærri en verðbólga á hverjum tíma. Séu þeir jafn háir fær lánveitandinn enga áhættupremíu, séu vextirnir lægri en verðbólgan fær lánveitandinn minni verðmæti greidd til baka en hann lánaði. Eina færa leiðin í þannig ástandi, til að forðast rýrnun peningalegra eigna, er að breyta yfir í gjaldmiðil sem býður hærri vexti. M.a. þess vegna lækkar krónan um þessar mundir.

Séu vextirnir að frádreginni verðbólgu hér á landi lægri en í öðrum löndum, samfara töluverðri hættu á útlánatapi, er frekari veiking krónunnar óhjákvæmileg. Fá ef nokkur önnur lögmál í hagfræði standast jafn vel og þessi sem hér eru tíunduð. Vextir, verðbólga og gengi gjaldmiðla eru kraftar af sama meiði. Líkt og þríburar taka þeir ætíð mið hvor af öðrum og geta ekki annað.

Lágvaxtasvæði (t.d. Sviss og Japan) einkennast af tveimur þáttum hið minnsta: Stöðugri og lágri verðbólgu annars vegar, og lítilli hættu á útlánatapi hins vegar. Þessu tvennu er ekki fyrir að fara á Íslandi og því er frekari vaxtalækkun ótímabær - því miður.

Vonandi stenst peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þrýstinginn frá samtökum atvinnurekenda og launþegasamtökunum. Lækki vextirnir niður fyrir verðbólgu er voðinn vís. Það er jafn víst og að nótt fylgir degi.

Höfundur er þjóðhagfræðingur frá háskólanum í Hamborg og fyrrum sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun.


mbl.is Peningastefnunefnd í klemmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um vexti, gengi og verðbólgu

Bendi áhugasömum lesendum um peningahagfræði á skrif mín hér að neðan um þríburana vexti, gengi og verðbólgu. Lítil von er um vaxtalækkun alveg á næstunni - því miður. Of snörp lækkun stýrivaxta gæti reynst okkur mjög dýrkeypt, eins "leiðinlega" og það kann annars að hljóma.
mbl.is Spá 1% vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir, verðbólga og gengi eru þríburar

Nauðsynlegt er að nafnvextir séu hærri en verðbólga á hverjum tíma. Séu þeir jafn háir fær lánveitandinn enga áhættupremíu, séu vextirnir lægri en verðbólgan fær lánveitandinn minni verðmæti greidd til baka en hann lánaði. Eina færa leiðin í þannig ástandi, til að forðast rýrnun peningalegra eigna, er að breyta yfir í gjaldmiðil sem býður hærri vexti. Þess vegna lækkar krónan um þessar mundir.

Séu vextirnir að frádreginni verðbólgu hér á landi lægri en í öðrum löndum, samfara töluverðri hættu á útlánatapi, er veiking krónunnar óhjákvæmileg. Fá ef nokkur önnur lögmál í hagfræði standast jafn vel og þessi sem hér eru tíunduð. Vextir, verðbólga og gengi gjaldmiðla eru kraftar af sama meiði. Líkt og þríburar taka þeir ætíð mið hvor af öðrum og geta ekki annað.

Lágvaxtasvæði (t.d.Sviss og Japan) einkennast af tveimur þáttum hið minnsta: Stöðugri og lágri verðbólgu annars vegar, og lítilli hættu á útlánatapi hins vegar. Þessu er alls ekki fyrir að fara á Íslandi og því er frekari vaxtalækkun ótímabær - því miður.

Vonandi stenst peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þrýstinginn frá samtökum atvinnurekenda og launþegasamtökunum okkur öllum til góðs. Lækki vextirnir niður fyrir verðbólgu er voðinn vís. Það er jafn víst og að nótt fylgir degi.

Höfundur er þjóðhagfræðingur frá háskólanum í Hamborg með áherslu á peningapólitík, og fyrrum sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun.


mbl.is Tveir vildu lækka vexti meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæðradagsstjórnin

Nýja ríkisstjórnin vill kenna sig við norrænt velferðasamfélag af bestu gerð. Konan mín hefur hins vegar gefið henni nafnið Mæðradagsstjórnin, enda var hún stofnuð á mæðradaginn.

Engum flokki, öðrum en Vinstri grænum, er betur treystandi til þess að ráðast í þann mikla niðurskurð ríkisútgjalda, sem nú er bráðnauðsynlegur. Enginn flokkur hefur jafn góð tök á atvinnumótmælendum og enginn annar flokkur getur ræst út og stöðvað búsáhaldamótmælendur.

Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra mun því fá þann vinnufrið, sem nauðsynlegur er til þess að ná ríkisútgjöldunum niður svo um muni. Við verðum því að hugsa vel til Steingríms. Hann er okkar eina von.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta frétt ársins

Ég samgleðst starfsmönnum, stjórnendum og eigendum CCP innilega. Þetta er frábær árangur og sýnir svo ekki verður um villst að á Íslandi er hægt að byggja upp hugbúnaðarfyrirtæki á heimsmælikvarða. Takk fyrir að hleypa okkur í "litlu" hugbúnaðarfyrirtækjunum kappi í kinn!
mbl.is CCP græddi fimm milljón dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20% afsláttur af siðferði er ekki lausn á fjárhagsvanda heimilanna.

Hugmyndin um flatann 20% afslátt af húsnæðisskuldum einstaklinga, að ég tali nú ekki af skuldum fyrirtækja líka, er afar ósanngjörn gagnvart þorra almennings, sem hefur farið varlega í fjármálum. Þá myndi hún beinlínis hindra að unnt yrði að leysa vanda þeirra verst stöddu sem margir hverjir þurfa örugglega á margbreyttari og öflugri úrræðum að halda.

Þessi leið kæmi líklega í veg fyrir lausn vandans því að gríðarlegum verðmætum yrði varið til skuldalækkunar hjá þeim sem ráða við skuldirnar og drægi þannig úr aðstoðinni sem skuldsettur ríkissjóður er fær um að veita þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Ósanngirni hugmyndarinnar fellst líka í því að með henni yrði sparnaður landsmanna (í formi skuldabréfaeignar lífeyrissjóðanna svo dæmi sé tekið) gjaldfelldur um ca. 20% á einu bretti og það í kjölfarið á hruni peningalegra eigna. 

Í Morgunblaðinu í dag, 19. mars, eru tvær ágætar greinar ("Fjárhagsvandi heimilanna" s. 25 og "20% afsláttur af siðferði" s. 27) sem báðar lýsa því vel - hvor með sínum hætti - af hverju hugmyndin gengur ekki upp.

Fullyrðing talsmanna hugmyndarinnar um að hún kosti ekki neitt ætti síst að koma úr munni hagfræðimenntaðra, sem eiga að vita að ókeypis máltíð er ekki til.

Vil í þessu sambandi benda á að Íslandsbanki hefur sett fram greiðslujöfnunaráætlun, sem bankinn er að ýta úr vör þessa dagana. Þar á bæ hafa starfsmenn ásamt utanaðkomandi ráðgjöfum komið fram með lausn sem er líkleg til að hjálpa mörgum. Undarlegt hve lítið heyrist frá hinum?

 


Til eru hús og menn

Vísa hér fyrir neðan er vísa, hvers stíll kemur eflaust mörgum kunnulega fyrir sjónir, sem hann Steindór minn sendi mér í morgun. Aumt svar mitt má sjá þar fyrir neðan:

 

Til eru hús, sem hlutu þennan dóm:

að hafna á köldu landi og standa tóm.

Eins eru menn sem munu fá að þjást,

því máttarstólpinn - vinnan þeirra - brást.

Og valdhafar, sem vitið hafa misst,

og verðtryggð lán, sem enginn getur fryst.

Og bifreiðar, sem ekkert fyrir fæst,

og framavon, sem aldrei getur ræst.

 

Til eru lönd sem liggja í heimsins flór,

og lítil þjóð, sem aldrei verður stór.

höf: Steindór Dan Jensen. 

 

Svar mitt er í allt öðrum stíl, en þó ekki:

 

Til eru menn, sem máttinn okkur gefa,

og minninguna með fögrum orðum sefa.

Til eru þjóðir, sem þjást í hafi köldu,

og þreyttir menn, sem stýra henni völdu.

Til er fólk, sem finnur á eigin skinni,

og flón, sem væri best að læsa inni.

 

Til eru drengir, sem dáðir verða munu,

og dýrkaðir við hverja lækjarbunu.

 - jpj 


María á afmæli í dag

Furðulegt með hana Maríu mína,
hve mildur tíminn henni er.
Ég man hana vart áður svo fína,
einmitt er afmæli að höndum ber.

Þúsund dagar í hálfa öld,
enn ertu ung mín kæra.
Ég ætla að taka þig út í kvöld,
og trítla svo heim að læra :).

jpj


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband