Sjúkur nefskattur

Sjúkur skattur. Ég er hræddur um að úr þessu finni sjálfstæðismenn ekki leið út úr ógöngunum með nefskattinn fyrir RÚV hf. Þetta er orðið verulega pínlegt. Hvernig getur nefskattur samrýmst hugmyndum (okkar) sjálfstæðismanna? Það er erfitt að réttlæta nefskatta og ekki nokkur leið að réttlæta nefskatt til hlutafélags - þótt það sé í opinberri eigu. Eiginlega er engin leið að réttlæta nefskatt í venjulegu ástandi. Viðlagasjóður var fjármagnaður með nefskatti sem var settur á eftir gosið í Vestmannaeyjum 1973. Í þannig aðstæðum gengur þetta kannski, en ekki annars. Nefskattur er í eðli sínu afar gamaldags og ósanngjarn skattur. Af hverju? Af því hann tekur ekkert tillit til þess sem greiðir hann. Það eru m.ö.o. engin sérstök tengsl milli þess sem neytt er og þess sem greitt er. Það verða bara allir neyddir til þess að greiða skattinn til Rúv - hvort sem þeir horfa oft, stundum eða aldrei á rískissjónvarpið. Fyrst á að breyta stofnuninni í hlutafélag og síðan á hvert nef í landinu (eða svo gott sem) að greiða skatt til hlutafélagsins segir frumvarpið. Eini nefskatturinn sem ég þekki er sá sem margir eru minntir á þessa dagana ef þeir klára skattframtalið. Þetta er fimmþúsundkallinn sem fer í byggingarsjóð aldraðra. Munurinn á þessum nefskatti og nefskattinum til RÚV hf. er sá að allir vonast til þess að verða gamlir, en eingöngu sumir horfa á Rúv, ekki allir. Ef fram fer sem horfir þá dúkkar upp annar nefskattur í næsta skattframtali. Þar mun standa eitthvað á þessa leið: Árgjald til Ríkisútvarpsins h.f. kr. 8.500.- Og það er mikill munur á einni undantekningu og tveimur. Er hér etv að fæðast nýtt séríslenskt skattform sem eirir engum? Ungt fólk horfir minna og minna á sjónvarp, það er vitað. Það sækir sér efnið á Internetið og horfir á það þegar því hentar á eingin tölvu. "Algjört rugl" segir unga fólkið um nefskattinn, enda kemur hann til með að lenda harðast á þeim sem minnst horfa, þ.e á unga fólkinu - kjósendum morgundagsins. Mundu það Sigurður ungi Kristjánsson, 6. þingmaður Reykvíkinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband