Gæsavatnaleið

Við Urðarháls
Svokölluð Gæsavatnaleið er "aðeins fyrir innvígða jeppamenn", ef marka má orð Páls Ásgeirssonar í Hálendishandbókinni. Leiðin er sannarlega torfarin, og á köflum mjög seinfarin. En engar mjög brattar brekkur eða stórkostlegir faratálmar urðu á vegi okkar á leiðinni. Erfiðasta vaðið reyndist við Tómasarhaga skammt frá Nýjadal. Ferðin var farin um Verslunarmannahelgina. Lagt var að stað laust eftir hádegi á laugardegi frá hálendismiðstöðinni að Hrauneyjum og komið að tjaldstæðinu (ef tjaldstæði mætti kalla) við fjallið Dreka (við Öskjuskála) um klukkan níu um kvöldið. Þrátt fyrir spá um rigningu um allt land fengum við gott veður og þurrt, og ágætis útsýni. Farið var um svonefndar Flæður, sem stundum eru lokaðar heilu sumrin vegna vatnselgs frá Dyngjujökli. Fararskjótarnir voru óbreyttur Landrover Discovery og Nissan Pathfinder með 33" breytingu. Í Nýjadal slóust í hópinn tveir starfsmenn Latabæjar, Hollendingurinn og pródusentinn Rob, og eistnesk vinkona hans. Þau óku á óbreyttum MMC bílaleigubíl. Allt gekk vel, enda Magnús góður og varkár leiðangursstjóri. Gist var í tjöldum við Öskjuskála og seinni nóttina á Edduhótelinu að Laugabakka í Miðfirði. Eftir ferðina finnst mér landið vera stærra og tilkomumeira en áður. Myndir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband