Þýskaland tapaði

Þetta er svartur dagur. Þýskaland tapaði fyrir Ítölum enn einu sinni. Það verður að segjast eins og er að endirinn var þó glæsilegur hjá Ítölum, sem aldrei hafa tapað fyrir Þjóðverjum í heimsmeistarakeppni í fótbolta [Morgunblaðið í dag bls 30]. Fyrst mark á 118. mínútu og síðan annað á 120. mínútu. Það mátti sjá tár á hvarmi í stofunni í Bauganesi. Sem betur fer náði ég í sund fyrir lokun þar sem ég var fljótur að jafna mig meðal vina í pottinum, sem allir samhryggðust mér innilega. Sérstaklega Kristján fjallaskáld og nágranni, og Sigfús Már ljósmyndari. Nú held ég með Portúgal af því að frænka okkar býr í Lissabon og hana nú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband