Ófullkomið innheimtukerfi virðisaukaskatts.

Fyrir um 25 árum, er ég starfaði sem sérfr. hjá Þjóðhagsstofnuninni sálugu, var ég sendur í læri til Danmarks Statistik í Kaupmannahöfn. Reyndar ekki til að læra um vsk, heldur um gerð svonefndra vöruflæðisreikninga í þjóðhagsreikningagerð. En þar sá ég m.a. hvernig kerfi virðisaukaskatts og innheimta hans var uppbyggt hjá frændum vorum. Í veigamiklum atriðum var það á allt annan og betri veg en hér á landi. Ég gerði mér far um að benda skattinum og fjármálaráðuneytinu á þetta – án árangurs.

Meginmunurinn er þessi:

1. Ekki allir fá leyfi til innsköttunnar, aðeins stærri aðilar sem hafa undirgengist ákveðna úttekt.

2. Aðrir, sérstaklega lítil fyrirtæki, byrjendur og einyrkjar innskatta ekki sjálfir. Þeir fá sérstök reikningseyðublöð eða tölvukerfi, sem eru þannig útbúin að verkkaupin þarf að gera grein fyrir og skila innskattinum vegna viðskipta við þá. Þetta er mun einfaldara og öruggara heldur en að leyfa/skipa öllum fyrirtækjum að innskatta sjálf.

Í gamla Fjölni bókhaldskerfinu (sem er vel að merkja danskur hugbúnaður og er forrennari Navasion, sem er geysi vinsælt á Íslandi) er sérstakur reitur fyrir VSK númer lánadrottna/birgja. Hann er til þess ætlaður að safna saman greiddum/reiknuðum vsk, sem er útskattur viðkomandi birgja en þinn innskattur. Mánaðarlega þurfa síðan þeir sem hafa leyfi til að innskatta að senda "RSK" yfirlit yfir hverjum þeir greiddu vsk (þeirra innskattur) og fyrir hverja þeir þurfa að standa skila á útskatti. Þetta er síðan samkeyrt miðlægt og mismunurinn ýmist innheimtur eða greiddur út hjá innheimtumanni. Ef þetta væri gert hér á landi væri því sem næst ómögulegt að stunda svindl eins og fréttin fjallar um og nokkuð reglulega koma fram í dagsljósið. Hið séríslenska Vsk-kerfi er í raun gamla söluskattskerfið með örlitlum breytingum. Það hefur í raun aldrei verið innleitt, tækinlega séð, virðisaukaskattkerfi á Íslandi, ekki til fulls.

Skil ekki hvernig ég nennti að skrifa þetta, fyrsta bloggið mitt í mörg herrans ár :).

J.  


mbl.is Ákærður fyrir 140 milljóna skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Samt gott að þú skyldir hafa skrifað það, annars hefði ég aldrei lesið það ...  Og ekki orðið upplýsingunum ríkari.

Ragnar Kristján Gestsson, 13.4.2018 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband