Engin hagvöxtur á III. ársfj. 2010 - því miður.

Í fréttinni virðist haft eftir Ágústi Valfells að hagvöxtur hafi mælst á nýjan leik í fyrsta sinn frá því fjármálahrunið reið yfir (væntanlega er átt við III. ársfj. 2010). Ég hef verið að fylgjast með þessum tölum á hagstofa.is allt árið og mér sýnist, því miður, að þetta sé rangt. Árstíðarleiðrétt verg landsframleiðsla á III. ársfjórðungi 2010 lækkaði um 2,1% milli 2009 og 2010. Sé ársbreytingin skoðuð eftir ársfjórðungum lækkaði landsframleiðslan um 1,6%. Sem sé enginn hagvöxtur, heldur áframhaldandi samdráttur. Heimild: hagstofa.is - tölulegar uppl.

Nú er bara að sjá hvort myndarleg vaxtalækkun Seðlabankans hafi ekki tilætluð áhrif á fyrsta ársfj. 2011, en ólíklegt er að hagvöxtur mælist á síðasta ársfjórðungi 2010. Hugmyndir sumra stjórnmálamanna um enn meiri skattlagningu gætu þó þurkað út jákvæð áhrif vaxtalækkunarinnar og stuðlað að áframhaldandi samdrætti í hagkerfinu.


mbl.is Ísland fór réttu leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband