Þjóðin er ánægð með lög nr. 33/1944

Afar lítil kosningarþátttaka í kosningunum til Stjórnlagaþings sýnir að góður meirihluti landsmanna telur ekki ástæðu til að ráðast í miklar breytingar á stjórnarskránni.  Ég er sammála þessu og tel reyndar að Alþingi skuli hér eftir sem hingað til sjá um þær, enda til þess kosið. Ef það ræður ekki við það, þarf að skipta út kjörnum fulltrúum á Alþingi, en ekki kjósa annað þing.

Ég kaus ekki vegna þess að ég átti í mestu vandræðum með að ákveða hverja 25 af þeim rúmlega 500 sem buðu sig fram ég ætti að velja. Fæstir virtust vita hverju þeir vildu breyta í stjórnarskránni. Einn auglýsti opinberlega: "Mannréttindi fyrir alla". Sú ágæta kona veit sennilega ekki að mannréttindakafli stjórnarskrárinnar, laga nr. 33/1944, er frá 1995 og þykir einn besti kafli hennar!

Mér fannst deginum líka betur varið á gönguskíðum í Bláfjöllum, enda frábært veður. Kosningin var þó ekki til einskis, heldur góður undirbúningur fyrir rafrænar kosningar um allskyns minniháttar mál s.s. hvort leyfa eigi hunda og ketti hér og þar (t.d. í Garðabæ). Svo má ekki gleyma því að Mæðradagsstjórnin efndi með þessu eitt af kosningarloforðum sínum. Hún hefur þá allavega efnt eitt slíkt :)


mbl.is 36,77% kosningaþátttaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband