17.11.2010
Frambjóðendur til stjórnlagaþings
Sem oftar er ég hjartanlega sammála Púkanum, en þori þó ekki að orða hlutina eins umbúðalaust og hann. Eftir lesturinn á kynningarbæklingnum um frambjóðendur til stjórnlagaþingsins, er ég akkúrat engu nær um hverju þetta annars áhugasama fólk um velferð okkar hinna vill breyta í stjórnarskránni og ég er hræddur um að flest viti þau það ekki sjálf ef marka má bæklinginn. Ég átti orðastað við einn frambjóðandann, Björn Guðbrand, í heita pottinum um daginn (vissi reyndar ekki þá að hann væri í framboði). Hann vildi kjósa forsetann í beinni kosningu og veita honum alvöruvald á við Frakklandsforseta, og sagði jafnframt að með þessu yrði valddreifingin MEIRI. Heyr á endemi! Núverandi þingræði og ráðherraræði dreifir valdinu nokkuð jafnt milli ráðherranna og þeir einir mynda ríkisstjórnina hverju sinni. Og vel að merkja þá fer hver og einn ráðherra persónulega með vald sitt, ekki flokkurinn eins og margir halda.
Við höfum því sem kjósendur nokkuð beinan aðgang að 8-12 manneskjum sem fara með framkvæmdarvaldið hverju sinni. Fækkun ráðherra þýðir minni valddreifingu og superforseti að frönskum eða bandarískum sið þýddi enn meiri samanþjöppun valdsins. Óþolandi er hvað sumt af þessu fólki sem er í framboði veit í raun lítið um það sem það ætlar að fjalla um. Hvar eru sérfræðingarnir? Ég sé ekki betur en að okkar ágæta stjórnarskrá (lög nr. 37/1944) hafi bara reynst okkur ágætlega - líka undanfarin tvö ár þegar verulega hefur reynt á hana og grundvallarlögin sem hún geymir. Ef ekkert bitastætt kemur fram hjá einhverjum alvöruframbjóðendum til stjórnlagaþings, er sennilega best að sita heima á kjördag. Lítil þátttaka myndi gelda þingið.
7.9.2010
Skuggalegar tölur
Þegar ég las fréttina á mbl.is um 8,4% samdrátt í landsframleiðslu á II. ársfj. þá hugsaði ég sem svo að þeir hjá Mogganum/mbl.is þyrftu að vara sig á að auka ekki á neikvæðnina í þjóðfélaginu með því að ýkja hagtölur. Ég ákvað því að fletta tölunum upp á vef Hagstofu Íslands, www.hagstofa.is, og komast að hinu sanna í málinu. Ég hélt að þetta gæti ekki staðist.
Því miður er talan sem sýnir árstíðarleiðrétta ársbreytingu vergrar landsframleiðslu á Íslandi á II. ársfjórðungi 2010 heldur verri eða -8,6%. Þessi samdráttur kemur í kjölfarið á 6,5% samdrætti á I. ársfjórðungi þessa árs og sú tala í kjölfarið á 7,6% samdrætti á IV. ársfj. 2009, sem aftur kom í kjölfarið á 10,6% samdrætti landsframleiðslunnar á III. ársfj. 2009, en hún fylgdi 4,4% samdrætti á II. ársfjórðungi 2009, sem var sá sami (-4,4%) og samdrátturinn á I. ársfjórðungi 2009, sem var mikil aukning frá 0,3% samdrætti á hinum fræga IV. ársfjórðungi 2008 (hrunfjórðungnum). Það er almennt viðurkennt að landsframleiðsla þurfi að vaxa í tvo ársfjórðunga í röð svo hægt sé að tala um viðsnúning og að kreppu sé lokið - tímabundið. Það er því beinlínis afbökun að tala um að viðsnúningur hafi orðið í hagkerfinu. Þetta eru því miður skuggalegar tölur.
En ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir (Mæðradagsstjórnin) hefur enn tækifæri til að láta til sín taka og örva hagkerfið - vilji hún það á annað borð. Án nýfjárfestinga gerist hins vegar ekkert, því ekkert verður til úr engu. Fari hjól atvinnulífsins ekki að snúast hraðar fljótlega (segjum að enginn samdráttur verði á I. ársfj. 2011) þá er tómt mál að tala um launahækkanir. Og án launahækkana mun einkaneyslan (mikilvægasti liður landsframleiðslunnar) standa í stað eða minnka enn frekar, sem aftur dregur úr viljanum til fjárfestinga og koll af kolli. Á þennan hnút verða stjórnvöld að skera á þessu ári, þ.e.a.s. ef þau hafa raunverulegan áhuga á að draga úr atvinnuleysi og auka hagvöxt. Viðhaldsverkefnin eru ágæt viðleitni, en það þarf miklu meira til. Skattalegar leiðir fyrir innlenda og ekki síður erlenda fjárfesta, einstaklinga jafnt sem fyrirtæki, eru þar nærtækastar.
Meiri samdráttur hér en hjá kreppuþjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.9.2010 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ungir og áhugasamir einstaklingar um stjórnmál, t.d. nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins, ættu að gefa sér tíma og lesa pistla Þorsteins Pálssonar, í laugardagsblaði Fréttablaðsins. Þorsteinn skrifar um stjórnmál samtímans af djúpri þekkingu á viðfangsefninu. Hann er á hærra plani en gengur og gerist í íslenskri þjóðmálaumræðu og af honum geta flestir lært. Ólíklegt er þó að Þorsteinn Pálsson verði aftur formaður flokksins, eins og ýmsir hafa stungið upp á undanfarið, eða hann vilji það. Hins vegar ætti ung og lítt reynd forystusveit Sjálfstæðisflokksins að leita í smiðju Þorsteins, frekar en til Davíðs Oddssonar. Það yrði gæfuspor. Davíð er eins og hann hefur alltaf verið, bæði fyrirsjáanlegur og hvass, og óþarfi að láta það fara í taugarnar á sér. Þannig einstaklingar eru sjaldnast hættulegir en oft velmeinandi og skemmtilegir. EES-samningurinn var, og er enn, hugsaður sem undirbúningur fyrir fulla aðild þjóðríkis að Evrópusambandinu. Um þetta er ekki ágreiningur hjá þeim sem til þekkja. Bendi t.d. á skrif Stebba Jóh. (form. samninganefndarinnar) í þeim efnum. Það er frekar spurningin um hvenær heldur en hvort Ísland fær fulla aðild að sambandinu. Ætli Ísland sér hins vegar aldrei að ganga í Evrópusambandið væri rökrétt að segja upp EES-samningnum. Hinn mikli og hljóðláti meirihluti í Sjálfstæðisflokknum (D.O. talar gjarnan um háværan og fyrirferðamikinn minnihluta, sem aðhyllist ESB) þarf að svara því hvort hann vilji segja upp EES-samningnum því alls er óvíst að Evrópusambandið myndi vilja viðhalda honum eftir að aðildarumsóknin hefur verið dregin til baka, eins og hin unga og lítt reynda forysta Sjálfstæðisflokksins virðist vilja.
Það kemur svo í ljós með haustinu hvort Bjarni og Ólöf leggja fram tillögu á Alþingi um að aðildarviðræðunum við ESB verði hætt. Maður trúir því ekki fyrr en á reynir. Fari svo verður kominn upp alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2009
Því fyrr því betra
Hver hefði trúað því í upphafi ársins 2009 að gengisvísitalan yrði komin í 230 þegar sumarið gengi í garð og 240 um haustið! Ég spáði þessu reyndar, m.a. í eyru vinar míns Tryggva Þórs, fyrrum efnahagsráðgjafa ríkisstjórnar GH. Hann hristi hausinn, glotti og vildi veðja. Hans vegna tók ég ekki veðmálinu. Eins og fjölmargir var Tryggvi alveg handviss um að krónan myndi styrkjast verulega og það fyrir páska, og ef hún gerði það ekki væru skuggalegir tímar framundan. Sá tími er nú runninn upp.
Næstu vikur skera úr um hvernig þetta fer allt saman hjá okkur. Við ættum að snúa okkur strax til Evrópusambandsins og biðja um aðstoð og undantekningu til að taka Evruna upp strax á sérstöku gengi, sem yrði partur af neyðaraðstoð við Ísland. Það er ekki eftir neinu að bíða. Sem lið í sérstökum aðgerðum til að fjármagna skiptin að hluta móti ESB gæti íslenska ríkið gefið út sérstök skuldabréf og kallað þau "Aid for Iceland" líkt og t.d. Israel hefur gert um árabil og sjá má á þessari vefsíðu: http://www.israelbonds.com/israelbonds/getdoc/d9ada363-f2b0-4616-9c99-42f64dc61670/HHD.aspx. Þannig mætti safna gjaldeyri til þess að fjármagna hluta af skiptikostnaðinum. Það er útséð með íslensku krónuna, hún dó daginn sem bankarnir hrundu. Því fyrr sem Steingrímur og Mæðradagsstjórnin skilur þetta þeim mun betra.
Ísland taki upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2009
Vegferð Íslands
Ísland er opið land og hefur lengi verið virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi. Umsókn Íslands um aðild að EU kemur í eðlilegu framhaldi af langri veru Íslands í Nato og EFTA. Hún er líka næsta rökrétta skref á eftir EES (sem er að renna sitt skeið) og í samræmi við þátttöku okkar í Schengen samstarfinu. Ísland á heima í öflugu sambandi Evrópuríkjanna og því er vegferð Íslands betur borgið með fullri aðild að sambandinu. Þetta er líka rétti tíminn til að sækja um.
Ísland hefur á að skipa lipri og vel kynntri utanríkisþjónustu, sem er fyllilega treystandi til að fylgja umsókninni vel eftir og aðstoða samninganefndina. Sú staðreynd að Norðmenn standa enn fyrir utan EU, gefur umsókn Íslands aukið vægi. Vonandi líður ekki á löngu áður við Íslendingar getum kosið um alildarsamninginn og samþykkt hann.
14.7.2009
VG vill engin völd missa
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo virðist sem við Íslendingar eigum ekki annarra kosta völ en að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Vaxtagreiðslur og afborganir af erlendum lánum þjóðarbúsins alls, þ.m.t. Icesave, munu veikja króuna enn frekar á næstu mánuðum með hörmulegum afleiðingum fyrir flesta landsmenn. Innganga Íslands í ESB blasir því við, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Því fyrr sem alþingismenn viðurkenna þessa staðreynd, þeim mun betra.
Ég skora á alvörustjórnmálamenn samtímans (og þeir eru nokkrir á Alþingi) að snúa bökum saman og sammælast um að leysa málin næstu daga - þvert á flokkslínur. Það er ömurlegt að horfa upp á suma af nýliðunum í þinginu vera sífellt að blaðra út og suður í fjölmiðlum. Almenningur þessa lands er vel gefinn. Hann mun standa upp aftur innan tíðar ef ekki fer að rætast úr.
Icesave kostar minnst 300 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2009
Neistinn kæfður
Bensín hækkar um 12,50 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009
jensen.is
13.6.2009
Fyrirvarinn er til staðar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)