Vegferð Íslands

Ísland er opið land og hefur lengi verið virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi. Umsókn Íslands um aðild að EU kemur í eðlilegu framhaldi af langri veru Íslands í Nato og EFTA. Hún er líka næsta rökrétta skref á eftir EES (sem er að renna sitt skeið) og í samræmi við þátttöku okkar í Schengen samstarfinu. Ísland á heima í öflugu sambandi Evrópuríkjanna og því er vegferð Íslands betur borgið með fullri aðild að sambandinu. Þetta er líka rétti tíminn til að sækja um.

Ísland hefur á að skipa lipri og vel kynntri utanríkisþjónustu, sem er fyllilega treystandi til að fylgja umsókninni vel eftir og aðstoða samninganefndina. Sú staðreynd að Norðmenn standa enn fyrir utan EU, gefur umsókn Íslands aukið vægi. Vonandi líður ekki á löngu áður við Íslendingar getum kosið um alildarsamninginn og samþykkt hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband