Því fyrr því betra

Hver hefði trúað því í upphafi ársins 2009 að gengisvísitalan yrði komin í 230 þegar sumarið gengi í garð og 240 um haustið! Ég spáði þessu reyndar, m.a. í eyru vinar míns Tryggva Þórs, fyrrum efnahagsráðgjafa ríkisstjórnar GH. Hann hristi hausinn, glotti og vildi veðja. Hans vegna tók ég ekki veðmálinu. Eins og fjölmargir var Tryggvi alveg handviss um að krónan myndi styrkjast verulega og það fyrir páska, og ef hún gerði það ekki væru skuggalegir tímar framundan. Sá tími er nú runninn upp.

Næstu vikur skera úr um hvernig þetta fer allt saman hjá okkur. Við ættum að snúa okkur strax til Evrópusambandsins og biðja um aðstoð og undantekningu til að taka Evruna upp strax á sérstöku gengi, sem yrði partur af neyðaraðstoð við Ísland. Það er ekki eftir neinu að bíða. Sem lið í sérstökum aðgerðum til að fjármagna skiptin að hluta móti ESB gæti íslenska ríkið gefið út sérstök skuldabréf og kallað þau "Aid for Iceland" líkt og t.d. Israel hefur gert um árabil og sjá má á þessari vefsíðu: http://www.israelbonds.com/israelbonds/getdoc/d9ada363-f2b0-4616-9c99-42f64dc61670/HHD.aspx. Þannig mætti safna gjaldeyri til þess að fjármagna hluta af skiptikostnaðinum. Það er útséð með íslensku krónuna, hún dó daginn sem bankarnir hrundu. Því fyrr sem Steingrímur og Mæðradagsstjórnin skilur þetta þeim mun betra.


mbl.is Ísland taki upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband