14.7.2009
VG vill engin völd missa
Ragnheiður Ríkharðsdóttir greindi hismann frá kjarnanum í umræðum á Alþingi í dag í umræðum um tillögu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG (Mæðradagsstjórnarinnar) um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Ragnheiður benti á þann tvískinnung sem Vinstriflokkurinn grænt framboð sýnir með því að styðja tillöguna aðeins með hálfum hug og án þess að vinna henni fylgis innan Þingsins. VG vill ekki að tillagan verði samþykkt þar sem það myndi þýða að lýkur á að boða þyrfti til kosninga áður en fjögra ára kjörtímabilið er liðið myndu aukast. VG veit í hjarta sínu að nýfengið fylgi flokksins er fallvalt. Þingflokkur VG sýnir með þessu að honum er meira í mun að halda völdum, en að leyfa þjóðinni að kjósa aðilda að ESB. Minni á að VG er sá flokkur sem talað hefur hvað mest um ,,lýðræðishallann".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.