Mæðradagsstjórnin

Nýja ríkisstjórnin vill kenna sig við norrænt velferðasamfélag af bestu gerð. Konan mín hefur hins vegar gefið henni nafnið Mæðradagsstjórnin, enda var hún stofnuð á mæðradaginn.

Engum flokki, öðrum en Vinstri grænum, er betur treystandi til þess að ráðast í þann mikla niðurskurð ríkisútgjalda, sem nú er bráðnauðsynlegur. Enginn flokkur hefur jafn góð tök á atvinnumótmælendum og enginn annar flokkur getur ræst út og stöðvað búsáhaldamótmælendur.

Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra mun því fá þann vinnufrið, sem nauðsynlegur er til þess að ná ríkisútgjöldunum niður svo um muni. Við verðum því að hugsa vel til Steingríms. Hann er okkar eina von.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband