23.2.2008
Rammgerður miðbæjarróni
Rammgerður miðbæjarróni e. Steindór Dan Jensen
Maður einn stendur og stynur
því stöku sinn yfir hann dynur
þráhyggjupest
svo þunglyndið sést.
Hann telst vera vínandans vinur.
Ómar nú öllarans strengur
er æpandi maðurinn gengur.
Hann labbar á hurð
og hrapar í skurð,
hinn óheppni aumingjans drengur.
Og sumir, þeir segja að hann sé dóni,
að söngur hans valdi öllum tjóni.
Það kann vera satt
að hann skuldi smá skatt
enda rammgerður miðbæjarróni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Steindór heldur áfram að yrkja án afláts. Ljóðin hans birtast yfirleitt fyrst á bloggsíðunni hans "steindi.bloggar.is" en líka oft á Huga.is. Þar eru lesendur duglegir að setja inn álit eins og sjá má ef litið er inn á Bókmenntir og listir / ljóð á huga.is. Steindór yrkir hefbundnum stíl og dálæti hans á "gömlu skáldunum" leynir sér ekki.
Jens Pétur Jensen, 23.2.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.