Í byrjun desember skrifaði ég: "Nú er bara að sjá hvort myndarleg vaxtalækkun Seðlabankans hafi ekki tilætluð áhrif á fyrsta ársfj. 2011, en ólíklegt er að hagvöxtur mælist á síðasta ársfjórðungi 2010." Tölurnar eru komnar frá Hagstofu Íslands og reyndin er sú að vaxtalækkunin hafði fyrr áhrif en ég þorði að vona. Í fyrsta sinn frá hruninu mældist örlítill hagvöxtur eða 0,4%. Samdátturinn 2010 reyndist 3,5%. Samdráttur sem þessi þýðir í raun og sannleika að kjör okkar allra hafa að jafnaði versnað um 3,5%.
Ef hagvöxtur mælist í þrjá ársfjórðunga í röð er það talið merki um að samdráttarskeiði sé lokið. Mæðradagsstjórnin ætti nú, vilji hún minnka atvinnuleysið, að lækka virðisaukaskattinn í það sama og hann var áður og blása þannig lífi í glæðurnar. Ég endurnýti hér setningu frá því í pistlinum sem birtist 8. desember sl: "Hugmyndir sumra stjórnmálamanna um enn meiri skattlagningu gætu þó þurkað út jákvæð áhrif vaxtalækkunarinnar og stuðlað að áframhaldandi samdrætti í hagkerfinu." Lilja Mósesdóttir "hagfræðingur" er því miður helsti hvatamaður stjórnarþingmanna að aukinni skattheimtu, sem er óskiljanlegt ef hún er alvöruhagfræðingur, nema hún vilji beinlínis meira atvinnuleysi og meiri samdrátt. Getur það verið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.6.2011 kl. 14:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.