Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
18.1.2009
Birkir Jón of ungur
Um leið og ég óska Sigmundi Davíð innilega til hamingju með sigurinn, sem ég styð heilshugar, verð ég að lýsa óánægju minni með kosningu Birkis Jóns. Ég hefði viljað sjá reynslubolta (kyn skiptir minna máli) í sæti varaformannsins, nýja unga formanninum til halds og trausts. Höskuldur hefði átt að bjóða sig fram.
Líklega getur nýupperður Framsóknarflokkurinn sótt mest fylgi til óánægðra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í næstu kosningum, en þeir eru margir á miðjum aldri. Mér finnst hins vegar ólíklegt að Birkir Jón Jónsson höfði til þessa fólks - því miður. Engu að síður er greinilegt að Framsóknarflokkurinn er mættur til leiks á ný og enginn skyldi afskrifa hann með Sigmund Davíð við stýrið.
Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2008
Boðið hennar mömmu, ágúst 2006
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008
Verðum að ná verðbólgunni niður
Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2008
Myndir af ættarmóti á Eskifirði
Það eru komnar inn myndir frá ættarmótinu á Eskifirði (sjá albúm). Myndirnar eru því miður ekki margar en gleðja vonandi. Vinsamlegast sendið mér email á modernus@simnet.is ef þið finnið staðreyndarvillur í textanum eða þekkið nöfn sem vantar. Fleiri myndir eru líka vel þegnar og enn frekar aðstoð við að uppfæra síðuna (notendanafnið er Jensen, lykilorð sent með email).
Kveðja, Jens.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008
Sammála Gylfa
Hinn grandvari og góði háskólakennari, dr. Gylfi Magnússon, er einn af þessum mönnum sem fær fólk til að sperra eyrun þegar hann tjáir sig um efnahagsmál. Það er því frétt í sjálfu sér þegar hann sendir bankaráði Seðlabanka Íslands (SÍ) og bankstjórninni tóninn og segir peningastefnu bankans hafa beðið skipbrot. Það er skelfilegt til þess að hugsa að stýrivextir á Íslandi skuli vera orðnir hærri en í Tyrklandi, sem er þriðjaheims ríki, og langhæstir í Evrópu. Hvað veldur þessu? Því verður bankastjórn SÍ að svara. Síðustu tvær hækkanir á stýrivöxtum hafa engin áhrif haft enn sem komið er. Ef gengið styrkist ekki á næstunni erum við Íslendingar komnir í öngstræti með krónuna. Færa má rök fyrir því að hækkunin í dag, sem kemur í kjölfarið á methækkun fyrir nokkrum dögum, sendi fremur skilaboð um taugatitring og úræðaleysi bankastjórnarinnar - þvert á það sem íslenska krónan þarf á að halda - en skilaboð um fasta og trúverðuga mótspyrnu. Í svona ástandi eru væntingar markaðsaðila langsterkasti þátturinn. Gylfi benti í fréttum Rúv á að sjö ár eru liðin án þess að hávaxtastefna SÍ hafi skilað okkur árangri. "Þetta er fullreynt" sagði Gylfi.
Fyrir nokkrum árum bárust fréttir frá Nýjasjálandi af árangurstengdum kjörum seðlabankastjóra. Er ástæða fyrir okkur til að skoða þannig fyrirkomulag? Er ráð að leita til sérfræðinga sem getið hafa sér gott orð eins og bent hefur verið á? Ég sting upp á Gylfa Magnússyni. Fólk treystir honum. Hann hefur einfaldlega þannig fas, ólíkt sumum í SÍ og á ég þá ekki við stjórnmálamanninn.
Verðbólgan er versti óvinur launþegans og þeirra sem leggja til hliðar. Hún étur upp sparnaðinn dregur þar með úr sparnaði smát og smátt þrátt fyrir háa vexti og verðtryggingu. Bílasalan fyrstu tvo mánuði ársins sýnir að almenningur er, þegar allt kemur til alls, ansi klókur. Hann hefur fundið á sér að gengið myndi falla og því drifu margir í að endurnýja fjölskyldubílinn í upphafi árs. Væntingar almennings reyndust réttar. Fyrir aðeins um 10 árum voru Spánn, Ítalía og Grikkland þekkt verðbólgulönd í Evrópu. Þau tóku upp Evruna og verðbólgan hjá þeim lækkaði í kjölfarið. Hún er að vísu nokkuð hærri en í mið Evrópu, en samt um helmingi lægri en á Íslandi. Í erlendum kennslubókum í hagfræði var Ísland ávallt í hópi með suðurevrópskum og suðuramerískum löndum í kaflanum um verðbólgu. Vonandi rötum við ekki þangað aftur.
Vextir fara í 15,75% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 11.4.2008 kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008
Rammgerður miðbæjarróni
Rammgerður miðbæjarróni e. Steindór Dan Jensen
Maður einn stendur og stynur
því stöku sinn yfir hann dynur
þráhyggjupest
svo þunglyndið sést.
Hann telst vera vínandans vinur.
Ómar nú öllarans strengur
er æpandi maðurinn gengur.
Hann labbar á hurð
og hrapar í skurð,
hinn óheppni aumingjans drengur.
Og sumir, þeir segja að hann sé dóni,
að söngur hans valdi öllum tjóni.
Það kann vera satt
að hann skuldi smá skatt
enda rammgerður miðbæjarróni.
Hér sit ég og berst við að semja þér ljóð
og sum verða afleit og alls engin góð.
Því stórlega fátt sæmir stúlku sem þér;
stúlku, sem af öllum öðrum svo ber.
Samt mun ég seint hætta að reyna.
Og einstaka sinnum ég hugdettu hlýt
en hugdettan fer, svo ég blýantinn brýt.
Ég finn að innst inni býr ást mín og þrá
þótt engu mér takist úr höfði að ná.
Þú veist kannski vel hvað ég meina.
Ég reyni oft að hugsa ei um stund mína og stað
og stundum tek pásu - læt renna í bað.
Og frasarnir myndast og fara á stjá,
en fannhvítur pappírinn bægir þeim frá.
Mér líst ekkert á þetta lengur.
Og stundum er bölsýnin bankar á dyr
ég blóta í hljóði og sjálfan mig spyr:
Hví get ég ei skrifað eitt skaðræðisljóð,
er skáldgáfan horfin í gleymskunnar flóð?
Er slitinn minn ljóðræni strengur?
Sorgbitinn arka ég örk minni frá
því aldrei mun framar með ljóðlínum tjá
ástina ljúfu sem brjóstið mitt ber,
en barnslega hjartað mitt slær handa þér.
Það hvorki er úr steini né stáli.
En jafnvel þótt ljólistin læðist á brott
mun lífið halda áfram jafnindælt og gott.
Ég ber ennþá innanbrjósts örlitla þrá
og ást sem ég láta mun héðan í frá
óma í óbundnu máli.
SDJ febrúar 2008.
Vinir og fjölskylda | Breytt 25.2.2008 kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2008
Steindór tuttugu og eins
Þetta er afspyrnu léleg frammistaða hjá mér. Síðasta blogg var skrifað í maí 2007. Ekki skilja þetta sem merki um að fátt hafi gerst hjá okkur síðan, þvert á móti - sl. ár var bæði viðburðarríkt og skemmtilegt. Steindór er nú orðinn 21 árs og gott ef fjölskyldan er ekki á góðri leið með að eignast skáld! Lesbók Morgunblaðsins birti í dimbilvikunni ljóðið "Andi jólanna" eftir Steindór okkar, sem yrkir í hefðbundnum stíl gömlu góðu skáldanna, sem hann virðist hrífast mikið af. Eftirfarandi ljóð eftir Steindór þarf því ekki að koma á óvart, en ljóðið orti hann á fyrstu vikum nýja ársins á meðan beðið var eftir niðurstöðunni úr almennu lögfræðinni, (H.Í) sem hann stóðst! Það var mikill létti (sérstaklega fyrir pabba :).
Gömlu skáldin
Eitt sinn kunnu íslensk skáld að skrifa
og skópu ljóð um vora fósturjörð.
Engum dylst að doðrantarnir lifa,
sem Davíð orti um fagran Eyjafjörð.
Þeir ortu um fegurð fjalla og náttúruna
og fólk sem hrærðist um í gleði og sorg
Þeir ortu um landsins tíðaranda og trúna
og Tómas orti um götur, stræti og torg.
Í guðsóttanum bitrir margir báðu
uns birti til - nú sól á himni skín!
Um Jesú Krist og Júdas margir kváðu,
en Jónas orti um ferðalokin sín.
En tíminn leið og kemur aldrei aftur,
því aldrei skrifa gömlu skáldin meir.
Máttur fylgdi kvæðum þeirra og kraftur
nú kann ei neinn að yrkja eins og þeir.
Steindór Dan Jensen janúar 2008.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007
Finnbogi fyrirliði
Gleðin skein úr andlitum strákanna í 7. flokki KR er þeir tóku við bikarnum í Fífunni nýlega. Litlu KR-ingarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið. Finnbogi Manfred Jensen var fyrirliði að þessu sinni og þess vegna fékk hann fyrstur að lyfta bikarnum en það þykir mikill heiður. Finnbogi skoraði þrjú mörk í fimm leikjum og var í marki í einum leik.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007
Steindór tvítugur í dag
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)