6.6.2009
Icesave-samningurinn
Samningurinn hlýtur að innihalda einhverskonar uppsagnar- og öryggisákvæði (fyrirvara) sem tengist verðþróun Icesave-eigna Landsbankans erlendis næstu 15 árin. Það getur bara ekki annað verið. Ef krónan styrkist ekki verulega á næstu mánuðum (30-50%) og ef landsframleiðslan eykst ekki um sem nemur a.m.k. vöxtunum af láninu árlega, þá er þetta vonlaust verk að tala um.
Ég þykist vera sæmilega töluglöggur maður en geri mér samt litla grein fyrir þeim gríðarlegu fjárhæðum sem hér er um að tefla. Prófið að skrifa töluna 630 milljarðar inn í venjulega reiknivél. Það gengur ekki. Glugginn er ekki nógu langur. Talan er 64 og tíu núll! Skilur einhver þannig tölu til fulls? Fjárhæðin jafngildir um fimm til sex Kárahnjúkavirkjunum, eitthundrað Hvalfjarðargöngum og skuldum um 25.000 heimila, sem hvert um sig skuldar um 25 milljónir króna!
Ég trúi ekki öðru en að Mæðradagsstjórnin mun sýna Alþingi fram á, að í samningnum sé til staðar sé staðar öryggisventill sem tekur mið af verðþróun Icesave eignanna. Ef ekki, þá er veruleg hætta á að Ísland glati sjálfstæði sínu ef við samþykkjum samninginn eins og sagt er frá honum í Morgunblaðinu.
Ég er líka sammála Halldóri Jónssyni, gamla verkfræðingnum, sem einnig bloggar um málið í dag undir tiltlinum "af hverju að borga Brown núna?". Við ættum að bíða aðeins og reyna dómstólaleiðina. Af fréttum af dæma eru ríkisstjórnir Bretlands og Hollands hvort eð er búnar að greiða innstæðueigendum Icesave-ævintýrsins og það er komið sumar :).
6.6.2009 kl. 14:52
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 13.6.2009 kl. 13:53 | Facebook
Athugasemdir
650 000 000 000 kr. /300 000 manns = 2 166 666 á hvern kjaft .Upphæð sem við ábyrgjumst en þurfum kannski ekki að borga alla summuna en langleiðina samt.Það sem stingur mig eru háir vextir 5,5 % en ef venjulegur Mr. Smith tæki sér lán í Bretlandi fengi hann það á miklu lægri vöxtum.
Hörður Halldórsson, 8.6.2009 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.