Hugmyndin um flatann 20% afslátt af húsnæðisskuldum einstaklinga, að ég tali nú ekki af skuldum fyrirtækja líka, er afar ósanngjörn gagnvart þorra almennings, sem hefur farið varlega í fjármálum. Þá myndi hún beinlínis hindra að unnt yrði að leysa vanda þeirra verst stöddu sem margir hverjir þurfa örugglega á margbreyttari og öflugri úrræðum að halda.
Þessi leið kæmi líklega í veg fyrir lausn vandans því að gríðarlegum verðmætum yrði varið til skuldalækkunar hjá þeim sem ráða við skuldirnar og drægi þannig úr aðstoðinni sem skuldsettur ríkissjóður er fær um að veita þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Ósanngirni hugmyndarinnar fellst líka í því að með henni yrði sparnaður landsmanna (í formi skuldabréfaeignar lífeyrissjóðanna svo dæmi sé tekið) gjaldfelldur um ca. 20% á einu bretti og það í kjölfarið á hruni peningalegra eigna.
Í Morgunblaðinu í dag, 19. mars, eru tvær ágætar greinar ("Fjárhagsvandi heimilanna" s. 25 og "20% afsláttur af siðferði" s. 27) sem báðar lýsa því vel - hvor með sínum hætti - af hverju hugmyndin gengur ekki upp.
Fullyrðing talsmanna hugmyndarinnar um að hún kosti ekki neitt ætti síst að koma úr munni hagfræðimenntaðra, sem eiga að vita að ókeypis máltíð er ekki til.
Vil í þessu sambandi benda á að Íslandsbanki hefur sett fram greiðslujöfnunaráætlun, sem bankinn er að ýta úr vör þessa dagana. Þar á bæ hafa starfsmenn ásamt utanaðkomandi ráðgjöfum komið fram með lausn sem er líkleg til að hjálpa mörgum. Undarlegt hve lítið heyrist frá hinum?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 20.3.2009 kl. 00:21 | Facebook
Athugasemdir
Veistu.....að þú þarft að kynna þér þetta betur! Þetta er ekki persónuleg árás heldur ábending um staðreyndir. Máltíðin er aldrei ókeypis...akkúrat. En ef ég hef nóg í matinn og þarf að skera niður án þess að svelta er það í fínu lagi.
Haraldur Haraldsson, 20.3.2009 kl. 00:07
Sæll Haraldur. Veistu hvar ég kynnt mér hugmyndina betur?
Jens Pétur Jensen, 20.3.2009 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.