Til eru hús og menn

Vísa hér fyrir neðan er vísa, hvers stíll kemur eflaust mörgum kunnulega fyrir sjónir, sem hann Steindór minn sendi mér í morgun. Aumt svar mitt má sjá þar fyrir neðan:

 

Til eru hús, sem hlutu þennan dóm:

að hafna á köldu landi og standa tóm.

Eins eru menn sem munu fá að þjást,

því máttarstólpinn - vinnan þeirra - brást.

Og valdhafar, sem vitið hafa misst,

og verðtryggð lán, sem enginn getur fryst.

Og bifreiðar, sem ekkert fyrir fæst,

og framavon, sem aldrei getur ræst.

 

Til eru lönd sem liggja í heimsins flór,

og lítil þjóð, sem aldrei verður stór.

höf: Steindór Dan Jensen. 

 

Svar mitt er í allt öðrum stíl, en þó ekki:

 

Til eru menn, sem máttinn okkur gefa,

og minninguna með fögrum orðum sefa.

Til eru þjóðir, sem þjást í hafi köldu,

og þreyttir menn, sem stýra henni völdu.

Til er fólk, sem finnur á eigin skinni,

og flón, sem væri best að læsa inni.

 

Til eru drengir, sem dáðir verða munu,

og dýrkaðir við hverja lækjarbunu.

 - jpj 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband