Birkir Jón of ungur

Um leið og ég óska Sigmundi Davíð innilega til hamingju með sigurinn, sem ég styð heilshugar, verð ég að lýsa óánægju minni með kosningu Birkis Jóns. Ég hefði viljað sjá reynslubolta  (kyn skiptir minna máli) í sæti varaformannsins, nýja unga formanninum til halds og trausts. Höskuldur hefði átt að bjóða sig fram.

Líklega getur nýupperður Framsóknarflokkurinn sótt mest fylgi til óánægðra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í næstu kosningum, en þeir eru margir á miðjum aldri. Mér finnst hins vegar ólíklegt að Birkir Jón Jónsson höfði til þessa fólks - því miður. Engu að síður er greinilegt að Framsóknarflokkurinn er mættur til leiks á ný og enginn skyldi afskrifa hann með Sigmund Davíð við stýrið.


mbl.is Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Mér finnst í meira lagi skrítið ef fólk fer að kjósa framsóknarflokkinn vegna óánægju!!! Þessi flokkur er án efa ásamt sjöllum þeir sem hafa siglt þjóðarskútunni í strand...

Mikið vona ég að fólk sjái í gegnum leikritið..

Aldís Gunnarsdóttir, 18.1.2009 kl. 23:35

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held að þau hafi metið það rétt í Framsókn að þau hafi bestan séns með því að reyna að leggja gömlu reynsluna algerlega fyrir aftan sig. Það er ekkert unnið í því að hafa reynslubolta í forystunni ef sú reynsla er fyrst og fremst vond. Þá er betri séns með nýliðum.

Héðinn Björnsson, 18.1.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Framsókn þarf að taka betur til en þetta - það eru svo mikil mein og sýndarmennska fyrrir innan sem þarf að skafa í burtu - sé ekki að það gerist

Jón Snæbjörnsson, 19.1.2009 kl. 08:40

4 Smámynd: Jens Pétur Jensen

Þakka ágætar athugasemdir. Með "reynslubolta" átti ég ekki við Framsóknarmann, heldur reynda manneskju, sem er eldri en Sigmundur og þá alveg eins konu. Þótt Birkir Jón sé ungur er hann samt sem áður partur af "gamla genginu" ef þannig má orða það. Það kann að draga úr krafti endurnýjunarinnar. Etv er hér á ferðinni endurnýting á gömlum flokki í stað þess að stofna nýjan. Það er í sjálfu sér spennandi kostur sem fylgst verður grannt með trúi ég

Jens Pétur Jensen, 19.1.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband