Verðum að ná verðbólgunni niður

Vaxtalækkun Seðlabankans er algerlega nauðsynleg til að styrkja gengi krónunnar og ná niður verðbólgu. Engir seðlabankar, né heldur IMF, myndu taka í mál að lána okkur gjaldeyri ef það vitnaðist að stýrivextir Seðlabanka Íslands (lántakandans fyrir hönd Ríkissjóðs) væru lægri en innlend verðbólga. Svo einfallt er það. Seðlabankinn er því að uppfylla eitt af skilyrðum IMF um leið og hann er að bregðast hárrétt við nýjustu verðbólgutölum Hagstofu Íslands. 

mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Apamaðurinn

Vaxtahækkun mun ekki styrkja gengi krónunnar. Efnahagsstefnan hefur beðið skipbrot og því munu hvorki erlendir né innlendir fjárfestar láta sér til hugar koma að snerta á krónunni!

Apamaðurinn, 28.10.2008 kl. 10:03

2 identicon

þetta er eins og að lækna krabbamein með því að drepa sjúklinginn  með skambyssuskoti.
Nú þá er krabbameinið horfið.

Það sama verður um íslensk fyrirtæki og almenninng. Það er verðir að murka úr okkur lífið en hva allt til að ná verðbólgunni niður og geta horft á fallegt línurit....... 

Ríkið á að kötta á allan kostnað eins og hægt er með því að  loka sendiráðum, minnka launin og stoppa allt bruðl hjá ríkinu. Því eftir þennan gjörning munu tekjur ríkisinns minnka all verulega og einnig mun islendingum fækka all verulega.

dj (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:12

3 Smámynd: Johnny Bravo

Sæll við erum sammála... ég sótti um að vera bloggvinur þinn.

Það liggur samt við að ég sé hálf ósáttur við að vera ekki einn með þessa skoðun.

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband