20.4.2006
Emily fædd 15.4. 2006
Emily Kristinsson
Hér er fyrsta myndin af nýjasta fjölskyldumeðliminum. Kristinn Þór sendi hana í morgun. Hún heitir Emily og fæddist 15. apríl eða tæpum mánuði fyrr en áætlað var. Þetta gerðist allt dálítið snöggt og litla frænka þurfti á smá hjálp að halda fyrstu dagana. En allt gekk vel og nú er hún laus við slöngur og hitakassa. Nicole og Emily eru þó enn á sjúkrahúsinu í Lüneburg en fá að fara heim bráðlega. Undir almbúmi Kristins má líka finna mynd af stórabróður Emily, honum Jónasi, sem verður þriggja ára 8. maí.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.