Steindór tuttugu og eins

Þetta er afspyrnu léleg frammistaða hjá mér. Síðasta blogg var skrifað í maí 2007. Ekki skilja þetta sem merki um að fátt hafi gerst hjá okkur síðan, þvert á móti - sl. ár var bæði viðburðarríkt og skemmtilegt. Steindór er nú orðinn 21 árs og gott ef fjölskyldan er ekki á góðri leið með að eignast skáld! Lesbók Morgunblaðsins birti í dimbilvikunni ljóðið "Andi jólanna" eftir Steindór okkar, sem yrkir í hefðbundnum stíl gömlu góðu skáldanna, sem hann virðist hrífast mikið af. Eftirfarandi ljóð eftir Steindór þarf því ekki að koma á óvart, en ljóðið orti hann á fyrstu vikum nýja ársins á meðan beðið var eftir niðurstöðunni úr almennu lögfræðinni, (H.Í) sem hann stóðst! Það var mikill létti (sérstaklega fyrir pabba :).

Gömlu skáldin

Eitt sinn kunnu íslensk skáld að skrifa
og skópu ljóð um vora fósturjörð.
Engum dylst að doðrantarnir lifa,
sem Davíð orti um fagran Eyjafjörð.

Þeir ortu um fegurð fjalla og náttúruna
og fólk sem hrærðist um í gleði og sorg
Þeir ortu um landsins tíðaranda og trúna
og Tómas orti um götur, stræti og torg.

Í guðsóttanum bitrir margir báðu
uns birti til - nú sól á himni skín!
Um Jesú Krist og Júdas margir kváðu,
en Jónas orti um ferðalokin sín.

En tíminn leið og kemur aldrei aftur,
því aldrei skrifa gömlu skáldin meir.
Máttur fylgdi kvæðum þeirra og kraftur
nú kann ei neinn að yrkja eins og þeir.

Steindór Dan Jensen janúar 2008. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband