6.4.2006
Attli Örn Jensen, yfirlitssýning
Málarinn og frændi okkar Atli Örn Jensen (hann skrifar ávallt Attli) er
með yfirlitssýningu í Garðabergi, félagsheimili eldri borgara við
Garðatog. Sýningin er tileinkuð minningu Ninnu. Attli hefur fengist við
myndlist með hléum allt frá 1942, en hann stundaði á sínum tíma nám í
Frístundamálaraskólanum og var í læri hjá
Sigfúsi Halldórssyni og í bréfaskóla Handmenntaskólans. Attli málar
bæði pastelmyndir og olíuverk, oftast af austfirsku landslagi eftir
ljósmyndum sem hann tók á ferðum sínum um landið. Heimsókn í bílskúrinn
til Attla er tímans virði og nú fer hver að verða síðastur í þeim
efnum. Sýningin á Garðatorgi stendur út aprílmánuð og er opin frá hálf
eitt til hálf fimm alla virka daga. Myndin með fréttinni er fengin hjá visir.is.
með yfirlitssýningu í Garðabergi, félagsheimili eldri borgara við
Garðatog. Sýningin er tileinkuð minningu Ninnu. Attli hefur fengist við
myndlist með hléum allt frá 1942, en hann stundaði á sínum tíma nám í
Frístundamálaraskólanum og var í læri hjá
Sigfúsi Halldórssyni og í bréfaskóla Handmenntaskólans. Attli málar
bæði pastelmyndir og olíuverk, oftast af austfirsku landslagi eftir
ljósmyndum sem hann tók á ferðum sínum um landið. Heimsókn í bílskúrinn
til Attla er tímans virði og nú fer hver að verða síðastur í þeim
efnum. Sýningin á Garðatorgi stendur út aprílmánuð og er opin frá hálf
eitt til hálf fimm alla virka daga. Myndin með fréttinni er fengin hjá visir.is.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.