Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.6.2006
Modernus Gartenparty 2006
Fyrstu myndirnar eru nú loksins komnar inn. Það er ótrúlega seinlegt að moka þessu yfir til mbl? Modernus Gartenparty tókst mjög vel - eins og endranær - og nú er þetta orðin hefð segir Tryggvi stjórnarmaður, og bætti við að þetta væri orðið boðið sem maður biði eftir allt árið. Fleiri myndir koma inn þegar ég kem heim aftur frá Deutschland, en þar er meiningin að selja Germönnum þjónustu Modernus.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.6.2006 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2006
Afmæli Finnboga
Jæja (mamma) nú er ég loksins búinn að setja inn myndir úr afmælinu hans Finnboga. Þú þarft að velja albúmið "afmælið hans Finnboga". http://jensen.blog.is/album/7araAfmaeliFinnboga/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.6.2006 kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2006
Sjúkur nefskattur
Sjúkur skattur. Ég er hræddur um að úr þessu finni sjálfstæðismenn ekki leið út úr ógöngunum með nefskattinn fyrir RÚV hf. Þetta er orðið verulega pínlegt. Hvernig getur nefskattur samrýmst hugmyndum (okkar) sjálfstæðismanna? Það er erfitt að réttlæta nefskatta og ekki nokkur leið að réttlæta nefskatt til hlutafélags - þótt það sé í opinberri eigu. Eiginlega er engin leið að réttlæta nefskatt í venjulegu ástandi. Viðlagasjóður var fjármagnaður með nefskatti sem var settur á eftir gosið í Vestmannaeyjum 1973. Í þannig aðstæðum gengur þetta kannski, en ekki annars. Nefskattur er í eðli sínu afar gamaldags og ósanngjarn skattur. Af hverju? Af því hann tekur ekkert tillit til þess sem greiðir hann. Það eru m.ö.o. engin sérstök tengsl milli þess sem neytt er og þess sem greitt er. Það verða bara allir neyddir til þess að greiða skattinn til Rúv - hvort sem þeir horfa oft, stundum eða aldrei á rískissjónvarpið. Fyrst á að breyta stofnuninni í hlutafélag og síðan á hvert nef í landinu (eða svo gott sem) að greiða skatt til hlutafélagsins segir frumvarpið. Eini nefskatturinn sem ég þekki er sá sem margir eru minntir á þessa dagana ef þeir klára skattframtalið. Þetta er fimmþúsundkallinn sem fer í byggingarsjóð aldraðra. Munurinn á þessum nefskatti og nefskattinum til RÚV hf. er sá að allir vonast til þess að verða gamlir, en eingöngu sumir horfa á Rúv, ekki allir. Ef fram fer sem horfir þá dúkkar upp annar nefskattur í næsta skattframtali. Þar mun standa eitthvað á þessa leið: Árgjald til Ríkisútvarpsins h.f. kr. 8.500.- Og það er mikill munur á einni undantekningu og tveimur. Er hér etv að fæðast nýtt séríslenskt skattform sem eirir engum? Ungt fólk horfir minna og minna á sjónvarp, það er vitað. Það sækir sér efnið á Internetið og horfir á það þegar því hentar á eingin tölvu. "Algjört rugl" segir unga fólkið um nefskattinn, enda kemur hann til með að lenda harðast á þeim sem minnst horfa, þ.e á unga fólkinu - kjósendum morgundagsins. Mundu það Sigurður ungi Kristjánsson, 6. þingmaður Reykvíkinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2006
Fyrsta bloggfærslan
Jæja þá er maður loksins kominn af stað með bloggsíðu. Mér var farið að finnast ég eitthvað skrýtinn. Það eru jú allir að blogga, meira að segja stjórnmálamennirnir! Þessi síða mín verður um allt og ekki neitt, en hún mun örugglega litast af þeirri staðreynd að ég vinn hjá Modernus (sjá www.modernus.is/sv) fyrirtækinu sem m.a. sýnir okkur svart á hvítu hversu gríðarlega vinsælt þetta fyrirbæri "bloggið" er. Pæliði annars íðí: 137.010 manns fóru inn á blog.central (vefhluti á visir.is) í síðustu viku einni saman! Nú er að sjá hvort gömlum hundi tekst að læra að sitja. Ég lofa engu, en er þó allavega byrjaður. Jibbíí..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)