Færsluflokkur: Bloggar

Afmæli Finnboga

Funhouse

Jæja (mamma) nú er ég loksins búinn að setja inn myndir úr afmælinu hans Finnboga. Þú þarft að velja albúmið "afmælið hans Finnboga". http://jensen.blog.is/album/7araAfmaeliFinnboga/


Skaftafell

Í göngutúr
Frá Skaftafelli. Var að setja inn myndir frá Skaftafelli sem teknar voru um verslunarmannahelgina (mikið er þetta langt og leiðinlegt orð) 2005. Ferð í Skaftafell svíkur engan. Mikið voru þeir framsýnir sem gerðu svæðið að Þjóðgarði á sínum tíma. Þökk sé þeim. Myndirnar tala sínu máli. Tvær vinafjölskyldur eyddu helginni saman. Seint koma myndirnar inn en og þó, það er skemmtilegra að skoða svona myndir að nokkrum tíma liðnum. Og nú er hann liðinn. Myndir

Emily fædd 15.4. 2006

Emily

Emily Kristinsson

Hér er fyrsta myndin af nýjasta fjölskyldumeðliminum. Kristinn Þór sendi hana í morgun. Hún heitir Emily og fæddist 15. apríl eða tæpum mánuði fyrr en áætlað var. Þetta gerðist allt dálítið snöggt og litla frænka þurfti á smá hjálp að halda fyrstu dagana. En allt gekk vel og nú er hún laus við slöngur og hitakassa. Nicole og Emily eru þó enn á sjúkrahúsinu í Lüneburg en fá að fara heim bráðlega. Undir almbúmi Kristins má líka finna mynd af stórabróður Emily, honum Jónasi, sem verður þriggja ára 8. maí.


Egilsskarð

Hvað heitir þú tindur
Ég og Magnús félagi minn höfum sjaldan gengið á fjöll, en haft af því
mikið yndi þá sjaldan við höfum drifið okkur af stað. Myndirnar eru frá gönguferð okkar frá Bláfeldarhrauni í Staðarsveit yfir
í Grundarfjörð um Egilsskarð í október 2001.  Náttúran skartaði
sínu fegursta eins og myndirnar sýna svo vel. Njótið og ferðist með okkur í huganum, það virkar!

Attli Örn Jensen, yfirlitssýning

Atli Örn Jensen
Málarinn og frændi okkar Atli Örn Jensen (hann skrifar ávallt Attli) er
með yfirlitssýningu í Garðabergi, félagsheimili eldri borgara við
Garðatog. Sýningin er tileinkuð minningu Ninnu. Attli hefur fengist við
myndlist með hléum allt frá 1942, en hann stundaði á sínum tíma nám í
Frístundamálaraskólanum og var í læri hjá
Sigfúsi Halldórssyni og í bréfaskóla Handmenntaskólans. Attli málar
bæði pastelmyndir og olíuverk, oftast af austfirsku landslagi eftir
ljósmyndum sem hann tók á ferðum sínum um landið. Heimsókn í bílskúrinn
til Attla er tímans virði og nú fer hver að verða síðastur í þeim
efnum. Sýningin á Garðatorgi stendur út aprílmánuð og er opin frá hálf
eitt til hálf fimm alla virka daga. Myndin með fréttinni er fengin hjá visir.is.

Myndir frá 2001

pic00138.jpg

Jæja þetta er allt að koma. Var rétt í þessu að setja inn myndir frá sumardeginum fyrsta 2001. Þá buðu amma Þórunn og opa Manfred börnum og barnabörnum í Kaffi Nauthól. Veljið fyrst Albúmin mín vinstra megin og þarf undir Kaffi í Nauthólsvík...

Jens. 


Fyrstu myndirnar komnar inn

Jæja elsku vinir og vandamenn. Nú eru fyrstu myndirnar komnar inn. Ég er aðalega að gera þetta fyrir mömmu (gömlu) í Þýskalandi og brósa litla sem þar býr einnig, en auðvitað líka fyrir Manfred, Maríu, tengdó, Jórunni systir, Frímann bróðir, börnin mín og alla aðra sem vilja skoða þessar myndir með okkur.Brosandi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband