Færsluflokkur: Bloggar
20.5.2006
Afmæli Finnboga
Jæja (mamma) nú er ég loksins búinn að setja inn myndir úr afmælinu hans Finnboga. Þú þarft að velja albúmið "afmælið hans Finnboga". http://jensen.blog.is/album/7araAfmaeliFinnboga/
Bloggar | Breytt 4.6.2006 kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2006
Skaftafell
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2006
Emily fædd 15.4. 2006
Emily Kristinsson
Hér er fyrsta myndin af nýjasta fjölskyldumeðliminum. Kristinn Þór sendi hana í morgun. Hún heitir Emily og fæddist 15. apríl eða tæpum mánuði fyrr en áætlað var. Þetta gerðist allt dálítið snöggt og litla frænka þurfti á smá hjálp að halda fyrstu dagana. En allt gekk vel og nú er hún laus við slöngur og hitakassa. Nicole og Emily eru þó enn á sjúkrahúsinu í Lüneburg en fá að fara heim bráðlega. Undir almbúmi Kristins má líka finna mynd af stórabróður Emily, honum Jónasi, sem verður þriggja ára 8. maí.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2006
Egilsskarð
mikið yndi þá sjaldan við höfum drifið okkur af stað. Myndirnar eru frá gönguferð okkar frá Bláfeldarhrauni í Staðarsveit yfir
í Grundarfjörð um Egilsskarð í október 2001. Náttúran skartaði
sínu fegursta eins og myndirnar sýna svo vel. Njótið og ferðist með okkur í huganum, það virkar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2006
Attli Örn Jensen, yfirlitssýning
með yfirlitssýningu í Garðabergi, félagsheimili eldri borgara við
Garðatog. Sýningin er tileinkuð minningu Ninnu. Attli hefur fengist við
myndlist með hléum allt frá 1942, en hann stundaði á sínum tíma nám í
Frístundamálaraskólanum og var í læri hjá
Sigfúsi Halldórssyni og í bréfaskóla Handmenntaskólans. Attli málar
bæði pastelmyndir og olíuverk, oftast af austfirsku landslagi eftir
ljósmyndum sem hann tók á ferðum sínum um landið. Heimsókn í bílskúrinn
til Attla er tímans virði og nú fer hver að verða síðastur í þeim
efnum. Sýningin á Garðatorgi stendur út aprílmánuð og er opin frá hálf
eitt til hálf fimm alla virka daga. Myndin með fréttinni er fengin hjá visir.is.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2006
Myndir frá 2001
Jæja þetta er allt að koma. Var rétt í þessu að setja inn myndir frá sumardeginum fyrsta 2001. Þá buðu amma Þórunn og opa Manfred börnum og barnabörnum í Kaffi Nauthól. Veljið fyrst Albúmin mín vinstra megin og þarf undir Kaffi í Nauthólsvík...
Jens.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2006
Fyrstu myndirnar komnar inn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)