Jens Pétur Jensen
Bloggsíða þessi inniheldur myndir og fréttir af fjölskyldu minni, vinum og vandamönnum ásamt eigin hugleiðingum um þjóðfélagsmál og peningahagfræði.
Myndin er af Jensenshúsi, sem Jens Peder Jensen, langa-langa-afi minn, byggði og bjó í á Eskifirði. Jensenshús er elsta íbúðarhús Austurlands og eitt elsta uppistandandi einbýlishús landsins. Það var byggt af Jens Peder Jensen beyki (kaupmanni) u.þ.b. á þeim stað sem það stendur nú árið 1837.
Eskfirðingurinn og hagleikssmiðurinn Geir Hólm hefur haft veg og vanda af uppbyggingu hússins en Þorsteinn Erlingsson, arkitekt og leikari, hafði yfirumsjón með endurgerð þess, sem m.a. var kostuð af húsfriðunarnefnd og Eskifjarðarkaupstað. Húsið stendur í miðjum Eskifjarðarbæ, rétt vestan við bæjarlækinn. Jensenshús er í dag í eigu Fjarðarbyggðar.