Erlendar skuldir eru ávísun á upptöku evru og inngöngu í ESB

Svo virðist sem við Íslendingar eigum ekki annarra kosta völ en að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Vaxtagreiðslur og afborganir af erlendum lánum þjóðarbúsins alls, þ.m.t. Icesave, munu veikja króuna enn frekar á næstu mánuðum með hörmulegum afleiðingum fyrir flesta landsmenn. Innganga Íslands í ESB blasir því við, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Því fyrr sem alþingismenn viðurkenna þessa staðreynd, þeim mun betra.

Ég skora á alvörustjórnmálamenn samtímans (og þeir eru nokkrir á Alþingi) að snúa bökum saman og sammælast um að leysa málin næstu daga - þvert á flokkslínur. Það er ömurlegt að horfa upp á suma af nýliðunum í þinginu vera sífellt að blaðra út og suður í fjölmiðlum. Almenningur þessa lands er vel gefinn. Hann mun standa upp aftur innan tíðar ef ekki fer að rætast úr.


mbl.is Icesave kostar minnst 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband