Jóhanna biðjist afsökunar eða segi af sér

Orð Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra úr ræðustóli Alþingis um að setja skuli sérstök lög til þess að snúa niðurstöðu Hæstaréttar, sem ógilt hefur stjórnlagaþingskosningarnar samdóma með fjölskipuðum dómi, eru atlaga að þrískiptingu valdsins (framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald) og sjálfstæði dómstóla. Þannig forsætisráðherra er varasamur landi og þjóð - þjóðinni sem henni er svo tíðrætt um. Ég skora á Jóhönnu að segja af sér og boða til alvörukosninga, og til vara að hún biðjist afsökunar.
mbl.is Meiriháttar áfall fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er þetta ekki barnaskapur?

Auðvitað er þessi hæstaréttardómur tóm froða enda varð enginn fyrir tjóni þó svo að eitthvað væri aðfinnsluvert.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.1.2011 kl. 23:24

2 identicon

Þannig að það er í lagi að brjóta lög svo lengi sem enginn ber skaða af?

Njáll (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 01:46

3 identicon

Um þetta segir Sigurður Líndal í dag á mbl.is: „Ef Alþingi ákveður að kjósa þessa 25 einstaklinga [í stjórnarskrárnefnd] er verið að sniðganga lögin, og fara í kringum lögin. Það kann að vera formlega löglegt en þarna sýnist mér verið að sniðganga lög. Það hlýtur að rýra það traust, sem fulltrúar á þinginu verða að njóta. Þetta stjórnlagaþing verður að vera hafið yfir allan vafa og enginn blettur á því."

Þetta er ekki ýkja flókið mál. Landskjörstjórn þarf einfaldlega að endurtaka kosninguna. Það er ekki um neitt annað að ræða. Stjórnin þarf svo auðvitað að hugsa sinn gang og Jóhanna alvarlega.

Jens Pétur (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband