Kínaferð í október 1999

20. júní 2007 | 6 myndir

Jens fór í mikið ferðalag til Kína í október 1999, á 50 ára byltingarafmælinu. M.a. sigldi ég í fjóra daga frá Chong Chang niður Yangsee River (Gula fljótið) og í gegnum stóru stífluna sem þá var aðeins hálfnuð. Ferðin var ótrúleg, ólýsanleg. Heimsótti m.a. þorp þar sem íbúarnir voru í óða önn að færa sig ofar í fjallið til að forðast síhækkandi yfirborð árinnar. Samt virtust þeir ánægðir með framkvæmdina? Kína er ótrúlegt land. Ég gisti á rándýrum hótelum fyrir smápeninga á okkar mælikvarða. Eitt sinn gekk ég út úr hótelgarði einum í Xian (ein elsta borg Kína þar sem keisaragrafirnar eru með þúsundum styttna af hermönnum). Ég gekk að símaskúr, en þar getur maður fengið að hringja mjög ódýrt. Þar var löng biðröð og grænklæddur hermaður/lögga að tala í símann. Þegar þeir sem biðu sáu mig koma í röðinna linntu þeir ekki látunum fyrr en þeir höfðu ýtt mér fremst. Ég spyrnti við en fékk engu mótmælt. Síðan hringdi ég heim í Maríu og fór eftir að hafa greitt. Þegar ég var rétt kominn að hótelinu á leið minni til baka kom maður hlaupandi til mín með veskið mitt sem ég hafði gleymt á hillu utan á símaskrúnum. Aðrir í ferðinni upplifðu svipuð atvik. Þetta lýsir Kínverjum, sem ég kynntist sem stálheiðarlegu fólki. Í Peking heimsótti ég fyrrverandi sendiherra Kína á Norðurlöndum Mr. Zengtia. Hann er faðir og tengdafaðir skólafélaga minna frá Hamborg. Við töluðum saman allt kvöldið og drukkum kínverskt koníak sem var glært. Ég áttaði mig fyrst á styrkleikanum þegar ég stóð upp! Eiginkona hans er rithöfundur. Hún skrifaði grein um ferðalag okkar í dagblað í Peking stuttu síðar. Mjög gaman var að sjá greinina sem þakti tvær síður! Innihaldið var um vináttu okkar skólafélaganna sem komu frá mjög svo ólíkum löndum en náðu þó mjög vel saman. Það eina sem ég skyldi var orðið "Jens" sem kom oft fyrir í greininni og eina orðið sem skrifað var með bókstöfum.

Þvottakonur
Ægifagur morgun
Gonzu við Yangzee
Þokuslæða á Yangzee
Póstkort frá Kína
Fallegur viti

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband